Ný gjaldskrá fyrir Vestmannaeyjahöfn tekur gildi 1. febrúar og er meðalhækkunin 6,7% en gert er ráð fyrir að aflagjald verði óbreytt þ.e.a.s 1,28 % og hámarksaflagjald verði 2.600 krónur á tonn.
Ráðið samþykkti að hækka gjaldskrá �?jónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar um sem nemur hækkun neysluvísitölu eða um 6,91%. Gjaldskráin taki gildi frá 1. janúar 2007. Jafnframt var gengið frá nokkrum innbyrðis tilfærslum í nýrri gjaldskrá.