Á þinginu komu fram tvær tillögur. Annarsvegar um að Helga Sigrún skipaði sæti Hjálmars og hinsvegar um að Eygló Harðardóttir sem lenti í fjórða sæti yrði færð upp. Kosið var milli þessara tveggja tillagna og var naumur meirihluti fyrir því að Helga Sigrún hlyti sæti Hjálmars.

Helga Sigrún sem er 37 ára Njarðvíkingur starfar nú sem framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarmanna. Með setu hennar á listanum er komið til móts við kröfu Hjálmars sem ásamt hópi stuðningsmanna gerði kröfu um að í hans stað kæmi Suðurnesjamaður.

Framboðslistinn er eftirfarandi:

 1. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, 57 ára, Árborg
 2. Bjarni Harðarson, bóksali, 45 ára, Árborg
 3. Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofustjóri, 37 ára, Reykjanesbæ
 4. Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri, 34 ára, Vestmannaeyjum
 5. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri, 40 ára, Árborg
 6. Lilja Hrund Harðardóttir, búfræðingur, 34 ára, Hornafirði
 7. Brynja Lind Sævarsdóttir, flugöryggismaður, 31 árs, Reykjanesbæ
 8. Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi og nemi, 51 árs, Bláskógabyggð
 9. Gissur Jónsson, grunnskólakennari, 30 ára, Árborg
 10. Bryndís Gunnlaugsdóttir, laganemi, 26 ára, Grindavík
 11. �?lafur Elvar Júlíusson, byggingatæknifræðingur, 48 ára, Rangárþingi ytra
 12. Agnes Ásta Woodhead, þjónustufulltrúi, 32 ára, Garði
 13. Guðni Sighvatsson, nemi í íþróttafræðum, 26 ára, Rangárþingi ytra
 14. Agnes Lára Magnúsdóttir, söluráðgjafi, 40 ára, Reykjanesbæ
 15. Lára Skæringsdóttir, hárgreiðslumeistari, 37 ára, Vestmannaeyjum
 16. Ásta Berghildur �?lafsdóttir, framkvæmdastjóri, 43 ára, Ásahrepp
 17. Anna Björg Níelsdóttir, skrifstofumaður, 38 ára, �?lfusi
 18. Auður Jóna Sigurðardóttir, bóndi, 48 ára, Rangárþingi Eystra
 19. Elín Einarsdóttir, kennari/sveitarstjórnarmaður, 40 ára, Mýrdalshreppi
 20. Hjálmar Árnason, alþingismaður, 56 ára, Reykjanesbæ.