Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV hafði ekki mikið um leikinn að segja. “�?að var vorbragur á þessu en fyrst og fremst var það gott fyrir okkur að fá að spila fótbolta,” sagði Heimir en eins og veðurfarið hefur verið að undanförnu hefur leikmönnum ÍBV ekki gefist mörg tækifæri til að æfa á hinum alræmda malarvelli í Eyjum og því lítið gert annað en að lyfta og hlaupa.
“Við skiptum mikið inn á í leiknum, leyfðum öllum að spila og litum á þetta sem tilraun til að brjóta aðeins upp undirbúningstímabilið frekar en alvöru fótboltaleik.”

ÍBV leikur aftur á morgun, þá gegn U-17 ára landsliði Íslands en leikur liðanna fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 10.00 árdegis.