Gámurinn stóð á auðu svæði og ekki er talið að hætta hafi stafað en nokkurt tjón varð á gámnum þar sem málning sviðnaði að stórum hluta. Til viðbótar þessu var biðskýli við Grænumörk eyðilagt rétt fyrir miðnætti á föstudag. Grunur er um að þarna séu á ferð unglingar.

Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þessi skemmdarverk og bruna að setja sig í samband við lögreglu í síma 480 1010. �?að er mikilvægt að upplýsa þessi mál sem fyrst því aldrei er að vita hvenær svona hegðun getur farið úr böndum.