�?rn Davíðsson, 17 ára, varð Íslandsmeistari í kúluvarpi í drengjaflokki er hann varpaði kúlunni 14,05 m sem er HSK met, gamla metið átti Árni Arason og var það 13,98 m. �?rn var að ganga í drengjaflokkinn nú um áramót og var þetta hans fyrsta keppni með 5.5 kg kúlu og er því ljóst að hann á eftir að bæta metið enn frekar á næstu mótum. �?rn lenti í hörkueinvígi í hástökki og endaði í 2. sæti með 1.87 m og í 60m hlaupi bætti hann sinn besta tíma úr 7,99 s í 7,90 s.

Dröfn Hilmarsdóttir, 18 ára, nældi sér í þrenn bronsverðlaun um helgina. Hún stórbætti sig er hún kom þriðja í mark í 60m grindahlaupi er hún hljóp á tímanum 9,98 sek en hún átti best 10,37 s. Í langstökki bætti hún sig um 28 cm er hún stökk 4.86 m og fékk bronsverðlaun. Í kúluvarpi þeytti hún kúlunni til bronsverðlauna, 9,78 m. Hún stórbætti sig síðan í þrístökki þegar hún stökk 10,55 m og var aðeins 1 cm frá bronsverðlaunum.

�?nnur 18 ára stúlka, Fjóla Signý Hannesdóttir, var líka í stuði um helgina. Fjóla Signý varð í öðru sæti í 60m grindahlaupi þegar hún hljóp á tímanum 9,79 s og bætti sig um 1 brot. Hún bætti sig um 8 cm í þrístökki er hún fékk silfurverðlaun fyrir að stökkva 10,65 m. Fjóla Signý bætti sig síðan um 18 cm í kúluvarpi með 9,27 cm kasti.

Andrea Ýr Bragadóttir, 18 ára, hljóp til silfurverðlauna í 60m hlaupi á tímanum 8,30 s. Andrea Ýr, Edda �?orvaldsdóttir, �?órhildur Helga Guðjónsdóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir hlupu til silfurverðlauna í 4×200 m boðhlaupi á tímanum 1.51,99m og voru rétt á efir sigursveit ÍR-inga sem settu Íslansdmet í boðhlaupinu.

�?órhildur Helga Guðjónsdóttir, 15 ára bætti sinn besta árangur í 60m hlaupi úr 8,39 s í 8,36s og varð í 4. sæti. Með þessum árangri náði �?órhildur Helga tilskyldu lágmarki í �?rvalshóps FRÍ sem er skipaður bestu unglingum á landinu. �?órhildur Helga stórbætti sig í 200 m hlaupi, hún hljóp á tímanum 27,88 s en átti best áður 28,38 s og að lokum stökk hún 9,41 m í þrístökki sem er bæting um 67 cm hjá henni.

Edda �?orvaldsdóttir, 18 ára, bætti sig um 1 brot í 60m hlaupi og 200 m hlaupi, hljóp 60m á timanum 8,65 s og 200m á 28,59 s.

Gréta Sigrún Pálsdóttir, 18 ára, bætti besta árangur sinn í langstökki um 11 cm með 4,76 m löngu stökki.

Áslaug Ýr Bragadóttir, 15 ára, bætti sinn besta árangur í kúluvarpi um 72cm þegar hún kastaði kúlunni 9,32m.

Að lokum bætti Eyrún Halla Haraldsdóttir, 17 ára, bætti sig um 24 cm í kúluvarpi með 8,45 m löngu kasti.

�?etta er frábær árangur hjá frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss. Næsta verkefni deildarinnar er Héraðsmót HSK sem haldið verður á Hvolsvelli á föstudaginn.