Einkahlutafélagið �?rím og Túmmím var kaupandi lóðanna sem eru við Klausturgötu C í Klausturhólalandi; samtals 65.420 fermetrar að flatarmáli. �?rím og Túmmím er með sama heimilsfang og Guðmundur og Margrét segir Guðmund sjálfan hafa annast kaupin.

Kaupverðið greiddi Guðmundur að hluta með 5.650 fermetra lóð á sama stað sem hann átti sjálfur en milligjöfin, 2,15 milljónir króna, voru greiddar með peningum. �?Hann fékk því tæpa 60 þúsund fermetra á 2,15 milljónir eða tæpar 36 krónur fermetrann. Með fylgdi aðgengi að köldu vatni frá vatnsveitu sveitarfélagsins sem kostaði á þeim tíma um 140 þúsund krónur fyrir hverja lóð. Á sama tíma var verið að selja 8.500 fermetra lóðir á um 550 þúsund krónur án tengigjalda við vatnsveitu eða tæpar 700 þúsund krónur samtals.,�? segir Ingvar í samtali við Sunnlenska og telur að �?rím og Túmmím hafi því fengið lóðirnar á innan við hálfvirði.

Margrét Sigurðardóttir var sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps frá miðju síðasta kjörtímabili og fram yfir kosningar síðastliðið vor en er nú sveitarstjóri í Flóahreppi. Kaupsamningur um lóðirnar var undirritaður í júlí 2005 og Margrét segir að á þeim tíma hafi lóðir í sveitarfélaginu verið mjög ódýrar. �?�?að hafði enginn spurt um þessar lóðir þó svo þær hefðu verið til sölu árum saman. Til samanburðar voru 10 hektarar úr landi Grímsnes- og Grafningshrepps seldir á 2,9 milljónir króna um svipað leyti, en á betri stað, að undangengnu útboði þar sem hæsta tilboði var tekið,�? segir Margrét.

Ingvar segir sveitarstjórann fyrrverandi hafa fengið fasta þóknun fyrir hverja selda lóð í sveitarfélaginu samkvæmt ráðningarsamningi en hann vill þó ekki fullyrða að það hafi haft áhrif á söluna.

Margrét segir rétt að hún hafi fengið þóknun fyrir seldar lóðir í sveitarfélaginu á meðan hún var sveitarstjóri en það hafi ekki átt við um sumarhúsalóðir heldur eingöngu dýrari lóðir. �?�?g þáði ekki krónu fyrir sölu á þessum sjö lóðum og ég vona að núverandi oddviti geti farið að upphefja sjálfan sig á eigin verkum í stað þess að níða niður mannorð annarra,�? segir Margrét.

Guðmundur Jónsson hefur um hríð búið með fjölskyldu sinni í myndarlegu bjálkahúsi á einni lóðanna sjö en Ingvar segir að verið sé að byggja tvo sumarbústaði til viðbótar á umræddum lóðum. Engar framkvæmdir eru hins vegar hafnar á fjórum lóðanna.

Samkvæmt opinberum gögnum er tilgangur �?rím og Túmmím ehf. að eiga og leigja atvinnuhúsnæði en félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá því það var stofnað árið 2005.