Skipin eru systurskip, 29 metra löng og búin til ferskfiskveiða, svo kallaðir þriggja mílna togbátar.

Nýja Vestmannaeyin kemur í stað fullvinnsluskips með sama nafni sem byggt var í Japan 1972. Vestmannaey hefur verið mikið happafley og er áætlað að skipið nýja komi til veiða í byrjun mars nk. Skipstjóri á Vestmannaey VE 444 verður Birgir �?ór Sverrisson og yfirvélstjóri Kristinn Valgeirsson.

Bergey er viðbót við flota Bergs Hugins ehf. en félagið átti fyrir nokkrum árum mikið happaskip með sama nafni. Áætlað er að Bergey komi til veiða í september á þessu ári. Skipstjóri á Bergey VE 544 verður Sigurður G. Sigurjónsson.

Samhliða þessum skipakaupum hefur Bergur-Huginn ehf. aflað sér aukinna veiðiheimilda. �?annig fjárfesti félagið í varanlegum veiðiheimildum fyrir um 800 milljónir á árinu 2005 og 2006. Nú í upphafi árs hefur félagið keypt tvö minni útgerðarfélög, auk kvóta af öðrum útgerðum fyrir um einn milljarði króna. Á síðustu 18 mánuðum hefur félagið fjárfest í aflaheimildum fyrir nær 1,8 milljarð króna og hafa heimildir þess aukist um 1600 tonn eða sem svarar rúmum 1.300 tonnum í þorskígildum talið. Veiðiheimildir félagsins eru nú alls tæp 6500 tonn í þorskígildum. Veiðiheimildir félagsins í íslenskri landhelgi eru 1,59% af öllum úthlutuðum aflaheimildum. �?etta hlutfall var 1,24% í byrjun kvótaársins 2005/2006 og hefur því vaxið um 0,35% á síðustu tveimur árum.

,,�?g tel útgerðina í Eyjum eiga bjarta framtíð og það er til marks um þessa sannfæringu að við erum að fjárfesta í skipum og aflaheimildum fyrir nær 2,8 milljarða á þessum tveimur árum. Eyjarnar eru gott samfélag, sem við viljum efla á alla lund og þetta er liður í því,” segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður