Um 500 manns tóku þátt í mótmælum í Vestmannaeyjum í fyrradag vegna 12% gjaldskrárhækkunar í farþegaferjunni Herjólfi sem Eimskip rekur. Elliði Vignisson bæjarstjóri tók undir með mótmælendum og sagði að gjaldskrána þyrfti að endurskoða frá grunni og að Eyjamenn sættu sig ekki við gjaldtöku á þjóðveginum milli lands og Eyja, umfram gjaldtöku af umferð um aðra þjóðvegi. Meðal þess sem var krafist var að ekkert gjald yrði innheimt fyrir farþega í bílum með Herjólfi, enda væri slíkt gjald hvergi innheimt annars staðar í vegakerfinu.

Ýmislegt þegar gert

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sturla að ráðuneytið gæti ekki og myndi ekki hafa afskipti af samningnum um rekstur Herjólfs og benti á að Vegagerðin gerði verksamninga við fjölda aðila, þ.á m. þjónustusamninga vegna ferjusiglinga sem allir samningar væru gerðir með tilteknum forsendum um þróun verðlags.

Sturla minnti á að nýbúið væri að taka ákvörðun um verulega styrki til flugs til Vestmannaeyja og að flugið yrði boðið út. �?Að mati þeirra sem reka Herjólf telja þeir að það snerti þennan samning að því leyti að með því að ríkið styrki flugið til Eyja, þá versni afkoma í siglingum Herjólfs. Um það vil ég í sjálfu sér ekkert segja en þetta sýnir hvað er erfitt að uppfylla allar óskir í þessu samhengi. �?g tel að ég sem samgönguráðherra hafi gert allt það sem ég hef getað til að bæta samgöngurnar við Eyjar; fjölga ferðum Herjólfs, styrkja flugið og byggja upp aðstöðuna á Bakkaflugvelli. �?annig að það er nú ýmislegt sem hefur verið gert,�? sagði hann.

Spurður um álit á tillögum Eyjamanna til breytinga á gjaldskránni sagði Sturla m.a. að þessi rök hefðu áður komið fram og benti á að greitt væri fyrir hvern farþega í flugi.

Morgunblaðið greindi frá.