Samkvæmt upplýsingum Selfosslögreglu var um framúrakstur að ræða þegar slysið varð en auk þess er fljúgandi hálka á veginum.

Fimm farþegar voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. �?eir sem ekki voru fluttir á slysadeild hlutu sumir minniháttar áverka.

Loka þurfti Biskupstungnabraut um tíma vegna slyssins.

Lögreglan á Selfossi hefur það sem af er deginum þurft að hafa afskipti af alls sjö hálkuslysum í umferðinni. Að frátöldu ofangreindu slysi hafa ekki orðið slys á fólki.