Ríflega sex hundruð gestir mættu á samkomuna en heiðursgestirnir að þessu sinni voru hvunndagshetjurnar �?skar �?ór Sigurðsson kennari og Magnúsína �?órðardóttir ljósmóðir.

Selfosssprotinn, árleg menningar- og tónlistarverðlaun Selfossþorrablótsins, féll að þessu sinni í skaut Ásgeirs Sigurðssonar sem hefur meðal annars stjórnað Lúðrasveit Selfoss í tæp fimmtíu ár og starfað sem skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga.

Myndir frá samkomunni eru komnar inn á Eftir 8 síðu Sudurland.is og er hægt að skoða þær með því að smella hér. Fleiri myndir frá blótinu má einnig finna í nýjasta tölublaði Séð&Heyrt.