“�?etta er auðvitað ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, að segja upp mönnum sem hafa jafnvel unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi. Uppsagnafresturinn er fjórir til sex mánuðir en ástæða þeirra er auðvitað sú staða sem komin er upp, að hér eru engin upptökumannvirki. Ef allt væri eðlilegt værum við núna að taka við pöntunum fyrir sumarið en eðli málsins samkvæmt hefur ekkert verið pantað,” sagði Stefán.

Alls vinna um þrjátíu hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum.