Dómur féll nýverið í Héraðsdómi Suðurlands þar sem Einari var gert að greiða hundrað og fimmtíu þúsund krónur í málskostnað vegna máls sem STEF höfðaði á hendur honum vegna ógreiddra krafna. �?Já, það er dýrt að hafa útvarp inni á kaffistofunni sem helst aldrei er kveikt á,” segir Einar við Fréttablaðið en samkvæmt dómnum þótti sýnt að tónlist frá útvarpinu hljómaði um verslunina. Og fyrir það skyldi greiða. Einar segir að njósnarar frá STEFi hafi komið í búðina en telur að þeir hefðu varla getað gert greinarmun á því hvort tónlistin hafi hljómað frá íbúð fyrir ofan eða innan úr versluninni.

Nánar í Fréttablaðinu.