Bílvelta varð í dag á Landvegi norðan við Laugaland. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum og missti ökumaður stjórn á honum, en nokkur hálka var á staðnum. Hvorugur meiddist, en bíllinn er talsvert skemmdur.