Í seinna tilvikinu var um að ræða skemmdir á hliðarspegli bifreiðar sem stóð á Vestmannabraut og munu þessi skemmdarverk hafa verið unnin aðfaranótt 3. febrúar.

Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu er um að ræða þjófnað á reiðhjóli sem talið er að stolið hafi verið í nóvember sl. en hefur ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit eiganda þess. Um er að ræða Trek 26¨ hjól blátt og silfurlitað. �?á var tilkynnt um þjófnað á GSM síma sem talið er að stolið hafi verið á veitingastaðnum Drífanda aðfaranótt 4. febrúar sl.