�?að er sannfæring mín að neikvæðni og barlómur sé það versta sem nokkuð samfélag getur gert sjálfu sér. Sjálfsvirðingin og baráttuþrekið hlýtur hnekk af slíku. Auðvitað er spurning hvort kemur á undan eggið eða hænan, fækkunin eða barlómurinn. Í mínum huga er það að minnsta kosti ljóst að þetta tvennt hefur áhrif hvort á annað.

Mín bjargfasta trú er sú að árið 2007 verði árið sem ber með sér bjartari tíma í íbúaþróun í Vestmannaeyjum. Almenn sátt virðist ríkja í samfélaginu og vilji til breytinga er mikill. �?venju bjart er yfir sjávarútvegi, fyrirtækin hafa verið að styrkja sig mikið, skip í smíðum, aflaheimildir keyptar, aðstaða til vinnslu stórefld og þannig mætti áfram telja. Fasteignamarkaður í Vestmannaeyjum hefur verið líflegur og fjöldi þinglýstra kaupsamninga árið 2006 var meiri en nokkru sinni áður. Fasteignir hafa hækkað í verði og þröngt er um leigumarkað. Framundan er bylting í samgöngumálum og ekki nema nokkur ár í að Vestmannaeyingar fari að ferðast milli Vestmannaeyja og Suðurlands á bílum sínum og þá annaðhvort í gegnum jarðgöng eða með skipi sem siglir í Bakkafjöru (30 mínútna sigling).

Vissan um þetta held ég að komi til með að hafa áhrif. Máli mínu til stuðnings er gaman að segja frá því að frá því 1. des. síðastliðinn og til 1. feb. fjölgaði um 20 manns í Eyjum og er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem hægt er að segja frá slíku.

�?að er því við hæfi að enda þessa færslu með miðhluta þjóðhátíðarlags Gylfa �?gissonar frá 1974 því ég hef ákveðið að ef þessi texti á enn við um næstu áramót þá hyggst ég bjóða í opið partý og syngja það opinberlega.

Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn
og öllum ber saman um það.
Hér eigi það heima, hér eigi það senn
heimsins fegursta stað.
Byggðin hún stækkar nú dag eftir dag
dafnar svo ótrúlegt er.
�?g eigna þér Eyja mitt ljúfasta lag
og lagið nú hefurðu hér.

Tekið af bloggsíðu Elliða, http://ellidiv.blog.is