Gengi Eyjastúlkna hefur ekki verið gott í síðustu leikjum en eftir áramót hefur liðið unnið einn leik gegn Gróttu á heimavelli, gert jafntefli gegn Akureyri á útivelli og tapað gegn Haukum og Stjörnunni á útivelli. Liðin áttust við síðast í Eyjum 17. október á síðasta ári þegar ÍBV hafði betur 31:28.