�?á voru skráningarmerki tekin af tveimur bifreiðum vegna vanrækslu á að greiða skyldutryggingar af bifreiðunum.

Af gefnu tilefni vill lögreglan benda ökumönnum á 71. gr. umferðarlaga um notkun öryggisbelta en hún er eftirfarandi:

Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.
�?kumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið.

Barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.

Barn yngra en þriggja ára má ekki vera farþegi í fólks-, sendi- eða vörubifreið nema hún sé með viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði ætluðum börnum, sbr. 2. mgr.

Eigi er skylt að nota öryggis- eða verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði, við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.

�?kumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.�?4. mgr.

Ráðherra setur frekari reglur um gerð og notkun viðurkennds öryggis- og verndarbúnaðar fyrir ökumann og farþega ökutækis þar sem m.a. skal kveðið á um skyldu til að tilkynna farþegum um skyldubundna notkun öryggisbelta. Ráðherra setur jafnframt reglur um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað, m.a. við sérstakan akstur.

REGLUR
um undanþágu frá notkun öryggisbeltis,
nr. 204/1993
1. gr.
Ekki er þeim skylt að nota öryggisbelti sem hefur meðferðis læknisvottorð er undanþiggur hann notkun þess af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum.

2. gr.
Enn fremur er ekki skylt að nota öryggisbelti:
a. Við akstur í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og hlutaðeigandi þarf að fara úr og í bifreiðina með stuttu millibili.
b. Við akstur lögreglubifreiðar við flutning handtekinna manna eða annarra, sem hætta kann að stafa af, og við sérstaka öryggisgæslu.
c. Við akstur leigubifreiðastjóra við flutning farþega í atvinnuskyni.
d. Við akstur við erfiðar eða hættulegar aðstæður utan þéttbýlis, svo sem í mikilli ófærð eða þar sem hætta getur verið á skriðuföllum eða snjóflóðum.