�?á er einnig kosið til Háskólafundar en þar skiptust sætin bróðurlega á milli fylkinganna tveggja.

Berglind sagði í samtali við www.sudurland.is að hún væri ekki ánægð með niðurstöðuna. “Maður er auðvitað aldrei ánægður með að tapa en auk þess munar fleiri atkvæðum núna en í síðustu kosningum. �?á munaði aðeins fjórum atkvæðum á Vöku og Röskvu en núna 20.”

En hvernig líkar þér í stúdentapólitíkinni?
“�?etta er búið að vera mjög skemmtilegt. Fyrir mig hefur þetta stækkað skólann mjög mikið því ég hef kynnst fullt af fólki í öðrum deildum Háskólans. Stefnur fylkinganna tveggja eru auðvitað mjög svipaðar en leiðir að markmiðunum eru ekki eins og um það snýst kosningabaráttan. En auðvitað er maður bara að jafna sig á úrslitunum núna,” sagði Berglind sem er að taka þátt í sínum fyrstu kosningum í Háskólanum en sjálf stundar hún nám í Sálfræði.

Kemur þetta brölt þitt í pólitíkinni ekkert til með að hafa áhrif á námið?
“�?etta er auðvitað tímafrekt en ef maður skipuleggur sig vel þá gengur þetta alveg.”

Berglind kemur til með að taka sæti á Háskólafundi sem er í raun valdameira en stúdentaráð. “Háskólafundur er samstarfsvettvangur stúdenta, rektors, deildarforseta og aðila frá menntamálaráðuneytinu á meðan stúdentaráð er eingöngu skipað stúdentum. Á Háskólafundum er í raun teknar mun stærri ákvarðanir varðandi sjálfan skólann,” sagði Berglind og vildi að lokum þakka fyrir skemmtilega kosningabaráttu og óska Röskvu til hamingju með sigurinn.