Samgönguáætlunin gerir ráð fyrir að ráðast megi í nokkur viðamikil verkefni og þau fjármögnuð með sérstakri fjáröflun. Má þar nefna framkvæmdir eins og samgöngumiðstöð í Reykjavík, átak í breikkun og endurbótum á aðalvegum út frá Reykjavík til austurs og norðurs og bygging og rekstur Bakkafjöruferju.

Með sérstakri fjármögnun er átt við einkaframkvæmd, sérstaka lántöku eða nýja gjaldtöku af umferðinni þar sem miðað er við stað og stund notkunar. ,,Gefi almenn staða efnahags- og atvinnumála tilefni til, eru vandséð rök fyrir því að fresta arðbærum samgönguframkvæmdum, þannig að samfélagið fariá mis við þann ábata sem af þeim hlýst,�? segir meðal annars í niðurlagi áætlunarinnar.