Bæjarráð staðfestir niðurstöðu dómnefndar vegna samkeppni um miðbæjarskipulag og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við höfunda verðlaunatillögu, ASK arkitekta, um áframhaldandi vinnu við deiliskipulag á umræddu svæði.

Bæjarráð samþykkir að fyrir lok febrúar verði haldinn opinn kynningarfundur á Selfossi þar sem verðlaunahugmyndin verði kynnt og fólki gefinn kostur á að ræða hana við hönnuði og dómnefnd. Jafnframt er samþykkt að stofna rýnihóp þar sem fulltrúum hagsmunaaðila á miðbæjarsvæðinu og fulltrúum Miðbæjarfélagsins verði gefinn kostur á þátttöku með fulltrúum bæjaryfirvalda.