Tilkynnt var um þrjár bílveltur til lögreglunnar á tímabilinu. Engin slys urðu á fólki en í einu tilvikinu var um að ræða ökumann sem var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Maðurinn gisti fangageymslur lögreglunnar þar sem kom í ljós að bifreiðin hafði verið notuð í heimildarleysi. Maðurinn játaði brot sín við yfirheyrslur daginn eftir.