Sveinn Kristján hefur starfað sem varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli frá 2004, en starfaði áður í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, þar áður sem lögreglumaður í Reykjavík og í Kópavogi. Sveinn hefur starfað í lögreglunni frá 1999. Sveinn lauk námi í Stjórnun 1, fyrir stjórnendur innan lögreglunnar, s.l. vor.


Guðmundur hefur starfað í lögreglunni síðan 1976 og var lengst af hjá lögreglunni í Kópavogi. �?ar starfaði hann í 23 ár en hefur undanfarin 9 ár verið starfandi rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík.


�?á hefur Alexander G. Alexandersson, fyrrverandi aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Vík, sagt starfi sínu lausu vegna vistaskipta.