Vísað er til þess að Árni Johnsen lýsti því yfir í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fáránlegt væri að ráðast í gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru án þess að kanna kostnað við jarðgangagerð til Vestmannaeyja.

�?egar Fréttastofa leitaði viðbragða hjá flokksbróður Árna, Sturlu Böðvarssyni samgöngumálaráðherra, áréttaði ráðherra að ríkisstjórnin vilji fylgja þeirri línu að fullkanna hvort hægt sé að byggja höfnina við Bakkafjöru og minnir á að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögu hans um að leggja til fé í rannsóknir á hafnarstæðinu við Bakkafjöru. Alþingi hafi samþykkt þessa tillögu og að 200 milljónir verði veittar í undirbúnings- og rannsóknarvinnu. Til að breyta ferlinu þurfi sérstaka samþykkt hjá Alþingi. Sturla minnir á að tillögur sínar um að leggja þunga á Bakkafjöruhöfn sem lausn í samgöngum milli lands og Eyja byggi hann á skýrslu sem unninn var á síðasta ári af nefnd undir stjórn Páls Sigurjónssonar, verkfræðings. Nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé álitlegt að byggja jarðgöng til Vestmannaeyja. �?að sé ekki einu sinni næsti kostur á eftir hafnargerð í Bakkafjöru.
Visir.is greindi frá.