Tankaskaya hefur leikið með landsliði Azerbaijan um nokkurra ára skeið og hefur auk þess verið fyrirliði Abu Baku, félagsliðs síns. Tankaskaya er 174 sentimetrar á hæð, 64 kíló og hefur verið í herbúðum Abu Baku síðan árið 2000.
Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV vildi ekki staðfesta komu leikmannsins en staðfesti að gengið hefði verið frá félagsskiptum fyrir hana á sínum tíma með það í huga að fá hana til liðsins.