�?líklegt er að beinar framkvæmdir við endurbætur á veginum hefjist í ár en samkvæmt tillögunni verður 325 milljónum króna varið til undirbúnings á yfirstandandi ári og um 7 milljörðum alls til ársins 2010. Á tímabilinu 2011 til 2014 fara 6,8 milljarðar í vegabætur á milli Selfoss og Reykjavíkur og ný brú yfir �?lfusá verður byggð á árabilinu 2015 til 2018. Gert er ráð fyrir að brúin kosti um 1.250 milljónir króna og sjö milljörðum til viðbótar verði varið til endurbóta á veginum frá Selfossi að Markarfljóti á tímabilinu 2015 til 2018.

Megnið af þeim 15 milljörðum sem fara til vegabóta á milli Selfoss og Reykjavíkur á næstu árum verður aflað með �?sérstakri fjáröflun�?, að því er fram kemur í þingsályktunartillögunni, en ekki er nánar útskýrt hvað í því felst.

Kjartan �?lafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir tvöföldun vegarins á milli Selfoss og Reykjavíkur loks í höfn. �?�?að er mjög mikilvægt að þau sveitarfélög sem eiga land að veginum fari nú þegar að huga fyrir alvöru, í samvinnu við Vegagerðina, að skipulagsferli vegna 2+2 vegar og því sem honum fylgir svo sem mislægum gatnamótum, safnvegum og fleiru. Á því má ekki stranda,�? segir Kjartan.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segir ánægulegt að túlka megi þingsályktunartillöguna þannig að vegurinn verði tvöfaldaður. �?�?g mun hins vegar krefjast þess í umræðum um áætlunina að það standi skýrum stöfum að veginn eigi að tvöfalda, hvenær verkið eigi að hefjast og hvenær því skuli ljúka. Annað er óásættanlegt og gefur öðrum ráðherra síðar færi á að fela sig á bak við að einungis er talað um breikkun og loðna yfirlýsingu um útboð og sérstaka fjármögnun. Ekki orð um tvöföldun. �?að er ótækt að það sé túlkunaratriði enda mikill sigur fólginn í því fyrir okkur Sunnlendinga alla ef tvöföldun gengur eftir,�? segir Björgvin.

Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra þegar eftir því var leitað í vikunni.