“Hermann kom inn á æfingu og gat gert hluti með liðinu og ég er mjög ánægður með að hann muni ferðast heim aftur heill heilsu,” sagði Alan Pardew stjóri Charlton Athletic við heimasíðu liðsins.

Auk þess að hafa verið á stífum æfingum tóku leikmenn Charlton eitt stykki Go-Kartmót innan liðsins og sigraði sjúkraþjálfarinn George Cooper þá keppni eftir harða baráttu við framherjann Marcus Bent.