Búist er við um 25 �? 30 þúsund gestum og ef að líkum lætur verður hún ein stærsta mannlífs og fyrirtækjasýning sem um getur á Suðurlandi, fullyrða forsvarsmenn hátíðarinnar. �?að eru þeir Björgvin �?ór Rúnarsson og Birgir Nielsen �?órsson, eigendur fyrirtækisins 2B Company ehf.

Gert er ráð fyrir að alls muni 130 fyrirtæki vera með kynningarbása á hátíðinni. �?�?llum fyrirtækjum gefst kostur á að taka þátt hvort sem þau selja títuprjóna, þotuhreyfla eða allt þar á milli. Fyrirtækjum gefst því frábær kostur á að kynna starfsemi sýna og í leiðinni að kynna sig fyrir nýjum kúnnum og styrkja gömul viðskiptasambönd,�? segir Björgvin en skráning hefst á næstu dögum.

Björgvin líkir Árborg 2007 sýningunni við hina frægu Landbúnaðarsýningunni sem haldin var á Selfossi fyrir tuttugu árum. �?essi sýning eigi hinsvegar að taka á öllum þáttum atvinnulífsins, menningu og öllu því sem Árborgog Suðurland hafa upp á að bjóða fyrir aðkomufólk jafnt sem heimamenn. �?Sýningunni er ætlað að kynna okkar ágæta samfélag og skapa jákvæða umræðu um sveitarfélagið Árborg, framtíð þess og stefnu í bæði búsetu og skipulagsmálum.�?