Ágústa Tryggvadóttir, 23 ára, náði þeim glæsilega árangri að verða Íslandsmeistari í Fimmtarþraut kvenna á nýju HSK meti í kvennaflokki, 3556 stigum. Ágústa hóf þrautina á að hlaupa 60 m grindahlaup á tímanum 9,31 s, hún stökk 1,59 m í hástökki, kastaði kúlunni 11.00 m, stökk 5,33 m í langstökki og hljóp að lokum 800m hlaup á nýju Selfossmeti 2:26,33 m.

Fjóla Signý Hannesdóttir, 17 ára, varð í öðru sæti í fimmtarþraut kvenna með 3063 stig sem er Íslandsmet í stúlknaflokki. Fjóla hljóp 60m grindahlaup á 9,81 s, stökk 1,53 m í hástökki, kastaði kúlunni 9,26 m, stökk 4,95 m í langstökki og bætti sig síðan um 10 sek í 800m hlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 2:34,9 m.

Næsta verkefni Frjálsíþróttadeildar Umf.Selfoss er Bikarkeppni FRÍ 1.deild sem haldin verður í nýju frjálsíþróttahöllinni laugardaginn 24. febrúar.