�?g eins og flestir brottfluttir Eyjamenn fylgist vel með umræðum og gangi mála í Vestmannaeyjum.�?að hefur vissulega verið áhyggjuefni að sjá hvernig íbúum hefur sífellt verið að fækka og það virðist hafa gætt mikillar svartsýni um framtíðina.Sem betur fer finnst mér nú kveða við dálítið annan og jákvæðari tón undir forustu Elliða bæjarstjóra. �?að skiptir miklu máli að það takist að auka á bjartsýnina og að fólk fái trú á sitt sveitarfélag.

Eitt af því sem skipir höfuðmáli í nútíma samfélagi eru góðar og öruggar samgöngur. �?að er svo sannarlega komin tími til að úr rætist. Í þessu sambandi skiptir það miklu máli að samstaða og jákvætt andrúmsloft skapist um þá framtíðarlausn sem valin verður.

�?ví miður virðast blikur á lofti í þeim efnum. Svo virðist sem Samgönguráðherra hafi sett stefnuna á höfn í Bakkafjöru og nýtt skip til að sigla þangað.
Mér finnst það sæta furðu að það skuli ekki lokið við alla rannsóknarvinnu varðandi hugsanleg göng til Eyja. Mér finnst maður þurfi að sjá það svart á hvítu hvort það sé tæknillega mögulegt eða ekki. �?að þarf líka að liggja fyrir hver kostnaður er við göng,þannig að það liggi alveg fyrir hvort það sé raunhæft kostnaðarlega séð eða ekki.

Vel má vera að það sé óhraunhæft að hugsa um það sem möguleika að grafa göng. Ef það liggur ljóst fyrir mun nást sátt um aðra leið eins og Bakkafjöru. Verði fullnaðarrannsókn á gangnagerð ekki gerð er ég hræddur um að það náist ekki samstaða meðal Eyjamanna um hvaða leið eigi að fara til að bæta samgöngurnar.�?að er slæmt mál ,því það má engan tíma missa. Bættar samgöngur til Eyja er aðal forsenda fyrir að bæjarfélagið blómstri í framtíðinni.
Sigurður Jónsson