Fram koma Lúðrasveit �?orlákshafnar og hljómsveitirnar Tilþrif, Touch og Corda auk söngvarans Daníels Hauks Arnarssonar. �?á mun leikskólakór Bergheima sem æft hefur í vetur undir stjórn organista �?orlákskirkju, Julian Edward Isaacs syngja nokkur lög. Í kórnum eru elstu börn leikskólans sem voru leikfélagar Svandísar �?ulu þegar hún bjó í �?orlákshöfn.

Einnig munu söngvararnir Leone Tinganelli og Guðrún Árný Karlsdóttir ásamt Jóni E. Hafsteinssyni á gítar, Jóhanni Ásmundssyni á bassa, Pamelu de Sensi á flautu og Jóhanni Hjörleifssyni á trommur, flytja lagið �?ula, sem Leone Tinganelli samdi sérstaklega um Svandísi �?ulu í kjölfar bílslyssins. Kynnir á tónleikunum verður Baldur Krisjánsson.

Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana og eru þeir ókeypis.