�?að tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma að koma upp nýju tjaldsvæði því þurrka þarf upp svæðið og koma upp ýmiskonar aðstöðu sem þarf til að koma upp nýju fullkomnu tjaldsvæði. Áhugahópurinn samanstendur af heimamönnum sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu sem nýtist vel við uppbyggingu nýs tjaldsvæðis. En eins og menn muna var auglýst eftir aðilum sem tilbúnir voru til þess að byggja upp og reka nýtt tjaldsvæði. Áhugahópurinn var eini aðilinn sem gaf sig fram og sýndi verkefninu áhuga þó að nokkrar fyrirspurnir hefðu borist.