Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum eru kafara þessa stundina að kanna skemmdir á bátnum.

Otti Rafn Sigmarsson úr björgunarsveitinni sagði í stuttu samtali við www.sudurland.is að ekki hefði verið mikil hætta á ferðum. “Við vorum um hálftíma að ná bátnum á flot aftur og ég tel að það hafi ekki verið mikil hætta á ferðum. Reyndar var kominn nokkur halli á bátinn og ef aðgerðir hefðu dregist um einhverja klukkutíma þá hefði báturinn farið á hliðina. En eins og ég segi þá höfðum við nokkurn tíma fyrir okkur. Aðstæður voru líka mjög góðar á strandstað enda er þetta inni í höfninni,” sagði Otti og bætti því við að engin slys hefðu orðið á fólki.