Fyrirtækið hefur um nokkurt skeið reynt að fá bæði ríki og bæ með sér í samstarf svo þarna geti komið góður búsetukostur fyrir eldri borgara. Fyrirtækið Kögunarhóll ehf. hefur nú komið að verkefninu með Ræktunarsambandinu og hefur áform um að koma þar á byggingum og þjónustu fyrir aldraða.

Sendir heim
Fyrir skömmu komu fulltrúar Kögunarhóls ehf. á fund fulltrúa Árborgar og kynntum þeim áform sín. Maður hefði nú ætlað að eftir allar fyrri yfirlýsingar um nauðsyn þess að gera stórátak í málefnum aldraðra hefði þessum aðilum verið tekið með kostum og kynjum og snarlega verið gengið í að koma á samstarfi sem gagnast myndi eldri íbúum Árborgar.

Nei öðru nær, viðbrögðin voru þau að ekki þýddi að ræða þessi mál nú þar sem til væri kosningaviljayfirlýsing frá því sl. vor um að fara ætti í samstarf við aðra aðila sem eru greinilega núverandi forsvarsmönnum Árborgar meira hjartfólgnir en hinir öflugu aðilar sem standa að uppbyggingu í Hagalandi.

Tillaga í bæjarráði
�?essi niðurstaða var hreint út sagt til skammar og því lagði ég fram á fundi bæjarráðs þann 22. febrúar sl. eftirfarandi tillögu og greinargerð:

�?Bæjarráð samþykkir að nýta nú þegar þau tækifæri sem fyrir hendi eru varðandi ný búsetuúrræði fyrir aldraða í Árborg og hefja nú þegar undir forystu bæjarstjóra viðræður við eigendur Hagalands og fyrirtækið Kögunarhól ehf. um mögleika í þeim málum.

Greinargerð:
Eins og margsinnis hefur komið fram er brýn þörf á því að búsetuúrræðum fyrir aldraða í sveitarfélaginu Árborg verði fjölgað hið fyrsta.

Í Hagalandi er tilbúið deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir húsnæði fyrir aldraðra og því ekki eftir neinu að bíða með að sveitarfélagið taki upp viðræður við áðurnefnda aðila um að leysa úr búsetuvanda aldraðra í Árborg. �?nnur ný svæði eru ekki með samþykkt deiliskipulag fyrir slíka starfsemi og engir samningar eru til um samvinnu við nýja aðila um málið.�?

Fulltrúar tveggja minnstu flokkana í bæjarstjórn, Framsóknar og VG sem fara með meirihlutavald í bæjarráði, vísuðu tillögunni frá með sömu rökum og áður um að aðeins skyldi farið í samstarf við sérvalið fyrirtæki um uppbyggingu fyrir aldraða, en ekkert hefur gerst í þeim málum í nærri ár.

Eftir þessa afgreiðslu bókaði ég:
�?�?að er með ólíkindum að meirihluti bæjarstjórnar Árborgar skuli ekki strax vilja skoða alla þá möguleika sem fyrir hendi eru til aukningar á búsetuúrræðum fyrir aldraða í sveitarfélaginu.

�?að dugar lítt að hafa stór orð uppi um að bæta þurfi aðbúnað aldraðra í sveitarfélaginu ef síðan gerist ekkert í málunum og ekki eru nýtt þau tækifæri sem fyrir hendi eru.�?

Samfylkingunni ekki treystandi
Já, þetta gerðist í sömu vikunni og dráttarklár minnstu flokkana tveggja, Samfylkingin blés sig út og hélt fund hér á Selfossi um málefni aldraðra og kynnti m.a. �?stórátak í uppbyggingu fjölbreytilegra búsetuúrræða fyrir eldri borgara�? eins og segir í frétt frá fundinum.

�?að er ekki að furða að Samfylkingin fari halloka þessa dagana og engin treysti þeim, ekki einu sinni þeirra eigin formaður, þegar eitt er blásið á fundi á sunnudegi og það er síðan gleymt og grafið á fimmtudegi.

Snorri Finnlaugsson
bæjarfulltrúi