�?Við finnum fyrir mjög góðri stemmningu fyrir sýningunni. Við hefðum reyndar viljað sjá fleiri sýningaraðila, það verða 25 aðilar sem sýna í Smáralindinni á laugardaginn en við stefndum að 30. Hins vegar er gríðarleg aðsókn í Brekkusönginn og aðeins 200 miðar eftir. Svo hringir síminn líka stanslaust á Players þar sem við verðum með Húkkaraball um kvöldið.�?

Sýningin í Smáralindinni hefst klukkan 13.00 á laugardag en brekkusöngurinn, sem fram fer í X-factor settinu hefst klukkan 20:30. Björgvin segir fátt meira hægt að gera til að vekja athygli á sýningunni. �?Við verðum með 30 birtingar á Bylgjunni, heilsíðuauglýsingar í blöðunum og svo höfum við fengið Ísland í dag í lið með okkur til að kynna Vestmannaeyjar fram að helgi. Nú vonumst við bara til þess að sem flestir láti sjá sig í Smáralindinni á laugardag.�?