�?Við ætluðum að fara að koma tjaldinu inn, en þegar ég hringdi í gær, fimmtudag, til að spyrja húsvörðinn hvort þeir gætu komið tjaldinu í geymslu til að við gætum flutt það á virkum degi, sem er auðveldara, var okkur sagt að málin yrðu skoðuð, með tilliti til eldvarna,�? segir Helgi �?lafsson, fulltrúi þjóðhátíðarstemningar.

�?Daginn eftir var okkur svo tjáð að ekki væri við þetta komandi, samkvæmt ákvörðun stjórnenda í Smáralind og Eldvarnaeftirlitsins. �?g frétti það síðan að þetta myndi sleppa til ef við skærum toppinn ofan af tjaldinu og hefðum tvö slökkvitæki í þessum 32 fermetrum. �?ar sem þetta er tjalddúkur upp á ríflega 100 þúsund krónur leist okkur ekki of vel á tjaldskurðinn.�?

�?eir sem standa að sýningunni voru leiðir yfir þessum málalokum og buðu fulltrúum þjóðhátíðar bás í Smáralind, sem þeir hafa sætt sig við.

Morgunblaðið greindi frá.