�?Við leggjum jafnframt til að Bæjarstjórn Vestmannaeyja og félagið �?gisdyr samþykki framagreinda leið og það ráðgjafafyrirtæki sem fengið verður til verksins,�? segir í bréfinu. Sturla Böðvarsson hefur þegar lýst yfir vilja sínum til að fara þessa leið.

Bréfi þingmannanna fylgdi eftirfarandi greinagerð:

Ákvörðun um framtíðar samgöngur milli lands og Eyja er stærsta ákvörðun sem tekin hefur verið í seinni tíð hvað hagsmuni Vestmannaeyja varðar.

Bæjarráð fagnar þeim mikla vilji sem nú er til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar eins og fyrirliggjandi samgönguáætlun ber með sér. Aldrei áður hefur verið gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu á samgöngum við Vestmannaeyja enda gert ráð fyrir að fimm milljörðum króna verði á næstu þremur árum varið til þessa verkefnis.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur forgangsraðað möguleikum þannig að jarðgöng séu besti kosturinn og þar á eftir komi ferju siglingar milli Vestmannaeyja og Bakka. �?essi forgangsröðun hefur þó byggt á því að hægt sé að treysta því að allar forsendur beggja möguleika hafi verið kannaðir.

Engum dylst að trúnaður ríkir ekki milli Vegagerðarinnar og �?gisdyra hvað varðar mat á forsendum fyrir jarðgangnagerð milli lands og Eyja. Báðir aðilar hafa sér til halds og trausts ábyrga og viðurkennda sérfræðinga en engu að síður hafa aðilar véfengt fullyrðingar og niðurstöður hvors annars.

Fulltrúar �?gisdyra hafa bent á að til þess að hægt sé að kostnaðarmeta jarðgöng milli lands og Eyja þurfi frekari rannsóknir að koma til en þessu hafa fulltrúar Vegagerðarinnar andmælt. �?á hefur Vegagerðin haldið því fram að litlar viðbótarupplýsingar fáist með þeim rannsóknum sem �?gisdyr og Vestmannaeyjabær hafa ítrekað óskað eftir og talið að kostnaður vegna þessara rannsókna verði umfram áætlanir.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur að í slíku umhverfi sé ekki hægt að komast að trúverðugum niðurstöðum um forsendur jarðganga milli lands Eyja. Sem fulltrúi langstærsta hagsmunaaðila leggur bæjarstjórn Vestmannaeyja því til að óháðu ráðgjafafyrirtæki á sviði jarðvegsrannsókna og jarðgangnagerðar verði falið að leggja mat á þörf fyrir frekari rannsóknir og væntanlegan kostnað af þeim ef svo ber undir. Vestmannaeyjabær telur mikilvægt að slíkar niðurstöður liggi fyrir áður en endanleg ákvörðun verður tekin um framtíðar sagöngur milli lands og Eyja og því áríðandi að áhersla verði lögð á að slíkur aðili vinni áliti sitt eins hratt og auðið er.

Vestmannaeyjabær telur einnig afar mikilvægt að fulltrúar Vegagerðarinnar og �?gisdyra beri báðir traust til þess aðila sem fyrir valinu verður og því er ef til vill rétt að um verði að ræða erlendan aðila sem ekki hefur áður haft aðkomu að málinu.

Um leið leggur Vestmannaeyjabær ríka áherslu á að áfram verði haldið með rannsóknir og undirbúning gerðar hafnar í Bakkafjöru eins og áætlanir gera ráð fyrir.