Hvað gerist?
Sjálfstæðismenn ætla ekki að bakka og framsókn hóf feril málsins á hótun sem erfitt er að standa við. Verður framhald á væskilslegri framgöngu Framsóknarflokksins í ríkisstjórn? Guðni Ágústs sagði í gær að orð Sivjar hefðu verið oftúlkuð. Bíddu, hvers vegna kom ekki Siv fram um helgina og greindi frá því? Er hægt að gera þá kröfu til þessa fólks að það móðgi ekki vitsmuni almennings á hverjum degi?
Las í gærkvöldi ágæta greiningu Egils Helgasonar á framsókn í Ísafold. Egill á að gera meira af svonalöguðu: minnir á Theodore White sem skrifaði The making of the president bækurnar í bandaríkjunum ´60 til ´72.
Nema hvað: Halldór gekkst uppí því að vera vinur Davíðs. Hann gerði allt til þess að vera í klíkunni. Egill spáir því að framsókn verði utan ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili og veltir fyrir sér hvort VG fari með Sjálfstæðismönnum. �?g neita að trúa því að Steingrímur J myndi gera þetta. VG myndi klofna. �?að er fólk í vinstri grænum sem gæti aldrei stutt slíka stjórn; ég var með því mörgu hverju í flokki hér á árum áður og veit þetta vel. Steingrímur líka.
Spilaðinokkur lög á kvöldskemmtun Eyjamannaá laugardagskvöld.Hafði gaman af.Mér var sagt af því eftirá að konu í salnum hefði verið starsýnt á mig og haft áorði að henni þætti ég huggulegur og góður söngvari. Hún væri að hugsa um að kjósa mig bara. Spurði svo:
-Í hvaða flokki er hann?
Sessunautur hennar svaraði um hæl:
-Róbert. Hann er alltaf í Sjálfstæðisflokknum.
Sætaröðin sprakk úr hlátri. �?yrfti helst að finna þessa konu.
Heimild: marshall.is