Í kvöld fara fegurðardísirnar sem taka þátt í keppninni um Ungfrú suðurland 2007 út að borða á Kaffi Reykjavík til að slaka á og skemmta sér saman. Undirbúningur vegna keppninnar stendur nú sem hæst og er allt að verða klárt fyrir stóra kvöldið 16. mars á Hótel Selfossi.