Fæðingardagur
: 19. águst 1985.


Fjölskylduhagir:
�?g er einhleyp.


Foreldrar:
Svanhvít Yngvadóttir og Agnar Guðnason, fósturfaðir.

Systkini: Friðrik, Lilja Margrét, Sara Rut, Guðni Geir og Tumi.


Skólaganga: �?g hef lokið þremur önnum í framhaldsskóla og er að auki lærð í förðunarfræði. Um þessar mundir vinn ég á Hundahótelinu í Víðidal til þess að safna pening til að fara til Bandaríkjanna að læra dýralækningar.


Helstu áhugamál: Dýr, þá aðallega hundar, líkamsrækt, ferðalög og eiginlega öll útisport.

Uppáhaldsstaður á Íslandi: Vestmannaeyjar og Eskifjörður á sumrin.


En erlendis:
Santorini á Krít, fallegasti staður sem ég hef séð.


Hvaða hlutar gætirðu ekki verið án:
Gemsans og hundanna minna, Móru og Dimmu, þó að þeir séu kannski ekki hlutir en alveg ómissandi engu að síður.

Uppáhalds bók: Allar bækurnar eftir Arnald Indriðason.


Uppáhalds sjónvarpsþáttur
: Heroes á Skjá einum.


Á hvað trúir þú
: Guð og sjálfan mig.


Hvað er best og hvað er verst í fari þínu:
�?g get verið rosalega ákveðin, þannig að ef ég ætla mér eitthvað þá tekst mér það oftast. Held að það sé bæði kostur og ókostur.


Hvað meturðu helst í fari annarra:
Best finnst mér þegar fólk er heiðarlegt. Kann rosalega að meta það. Verstur er óheiðarleiki náttúrulega.


Ef þú þyrftir að syngja í
kareókí hvaða lag mundir þú velja? Lagið Stop in the name of love �? klassískt!


Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Að missa einhvern nákomin.


Eftirminnilegasta atvik í lífinu:
�?egar ég flutti að heiman 16 ára og settist að í Reykjavík. Fannst geðveikt spennandi að sjá um sig sjálfur, leigja íbúð, vinna og vera í skóla.


Eftirminnilegast úr æsku: �?tli það hafi ekki verið þegar mamma leyfði mér loksins að fá hund. �?g hafði þá suðað um slíkt í marga mánuði. Meðal annars klippt allar auglýsingar sem ég sá um gefins hund og hengt á ísskápinn. �?að virkaði greinilega.


Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni:
�?ví þetta gefur manni góða lífsreynslu, þetta er eitthvað sem maður gerir bara einu sinni á ævinni. Gaman að læra koma betur fram og náttúrulega kynnast nýju fólki.


Ef þú fengir að fara aftur í tímann með tímavél, hvert myndirðu fara: Aftur á hippatímabilið. �?á hefði ég pottþétt skellt mér á eina tónleika með Bítlunum.


Lífsmottó eða eftirlætis málsháttur: Lifðu og leyfðu öðrum að lifa.