Að því loknu lamdi hann hraustlega í ritaraborðið og minntu tilþrif Einars um margt á Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrum formann HSÍ, sem lamdi eftirminnilega í ritaraborð er Ísland var að leika erlendis á sínum tíma. Einar uppskar rautt spjald fyrir vikið.

Er hann var á leið til búningsherbergja mætti hann Guðmundi Erlendssyni, formanni dómaranefndar HSÍ, og sló í brýnu á milli þeirra er Einar ítrekaði kvartanir sínar vegna dómgæslunnar við Guðmund.

“Hann kallaði mig bjána. Sagði mér að líta í spegil og þá sæi ég hvers lags bjáni ég væri. Hann var alveg brjálaður og stjakaði við mér og sagði mér að þegja. Hann ætlaði í mig og þetta hefði hugsanlega endað illa ef okkur hefði ekki verið stíað í sundur,” sagði Einar sem þvertekur fyrir að hafa verið með svívirðingar í garð Guðmundar. “Alls ekki. �?g sagði honum þó að hann ætti ekkert erindi með að kalla mig bjána og segja mér að þegja.”

Enginn eftirlitsmaður var á leiknum og Guðmundur var aðeins sem áhorfandi í húsinu.

“Hann sagðist ekki vera að starfa á leiknum og því hefði hann fullan rétt til þess að segja það sem hann vildi. �?að er reyndar áhugavert að hann skuli ekki taka að sér eftirlitsstarf fyrst hann var á staðnum og er nú formaður dómaranefndar. Hann gerir víst ekkert nema fá borgað fyrir það.

Fyrst hann var ekki að sinna eftirlitsstörfum þá hafði hann engan rétt á að hanga í kringum búningsklefana og það rífandi kjaft. �?essi framkoma er til háborinnar skammar,” sagði Einar reiður en hann segist vera búinn að fá upp í kok af lélegri dómgæslu í vetur. Hann segir engu líkara en verið sé að reyna að dæma ÍBV niður.

Margítrekaðar tilraunir voru gerðar til þess að ná sambandi við Guðmund í gær en hann sá sér ekki fært að svara símtölum Fréttablaðsins. ÍBV hefur kært framkomu Guðmundar til HSÍ.

Fréttablaðið greindi frá.