Víða um land eru framhaldsskólanemendur í sambærilegum áfanga að halda utan um nýstofnað fyrirtæki en fæstir eru eins stórtækir og nemendur FSu, fullyrðir Kolbeinn Karl. �?�?líkt flestum öðrum dreifum við okkar vöru út fyrir veggi skólans. Í samvinnu við forsvarsmenn Línu samlokna fara matarbakkarnir nú á alla sölustaði þeirra. Ef að líkum lætur munu Línu samlokur vonandi halda framleiðslu bakkanna áfram eftir að Allt í einu fyrirtækið verður lagt niður í skólalok ,�? segir Kolbeinn en Allt í einu matarbakkarnir innihalda beyglusamloku, grænmeti og ávexti.
�?Með verkefninu höfum við líka sýnt fram á að það er ekki alltaf nauðsynlegt að taka lán eða leggja til ógrynni af fé til þess að koma einhverju á koppinn. �?að eina sem þarf er góða hugmynd og eldmóð,�? segir forstjórinn brattur.
Nemendurnir verða með vörukynningu í Vetragarðinum í Smáralind dagana 22. �? 24. mars næstkomandi.