Helgi hefur málað og teiknað frá því hann man eftir sér, haldið fjölda sýninga og rekið tvö gallerí þar sem verk hans voru seld.

Hann hefur lagt stund á olíumálun,bæði í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskólanum i Reykjavík; oftast hjá Hring Jóhannessyni.

Helgi býr í Laugarási í Biskupstungum en starfar sem verkfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen á Selfossi. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins klukkan 10 til 19 alla virka daga og klukkan 11til 14 á laugardögum.