Fæðingardagur: 12. Febrúar 1987

Fjölskylduhagir: Foreldrar mínir búa ásamt bróðir mínum í Reykjavík, systir mín býr með manninum sínum í Breiðholtinu og þau eiga 2 stráka saman, 1 og 5 ára. Svo á ég hund sem heitir Erró.

Foreldrar: Særós og Baldur.

Systkini: Hannes og Jenný Baldursbörn.

Heimili: Selfoss – Reykjavík, flakka mikið á milli.

Skólaganga: �?g stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Helstu áhugamál: Jóga, líkamsrækt, ferðalög, bæði innan og utanlands, útivist, myndlist, hönnun og fatagerð, tónlist og margt fleira.

Uppáhaldsstaður á Íslandi: �?að eru svo margir, en mér finnst Ásbyrgi rosalega fallegur staður.

En erlendis: �?g fór til London í desember og það var mjög skemmtilegt.

Hvaða hlutar í eigu þinni gætir þú síst verið án: �?tli það sé ekki bíllinn minn, vegna þess að ég keyri svo mikið á milli Selfoss og Reykjavíkur.

Uppáhalds listamaður: Mjög margir, en Erté, listamaður og fatahönnuður frá 2. – 4. áratugnum er í miklu uppáhaldi þessa dagana.

Uppáhalds bók: Var að byrja að lesa Konungsbók eftir Arnald Indriðason og hún er mjög skemmtileg.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Heroes.

Á hvað trúir þú: Sjálfa mig.

Hvað er best og hvað er verst í fari þínu: �?g er sjálfstæð, heiðarleg og sjálfum mér samkvæm en á hinn bóginn þrjósk og hvatvís.

En í fari annarra: �?að versta er óheiðarleiki, frekja og dómharka. En best er heiðarleiki, þolinmæði, góður húmor og sjálfstæði.

Ef þú þyrftir að syngja í Kareókí hvaða lag mundir þú velja? Crazy með Patsy Cline.

Hvað hræðistu: Hellisheiðin í vondu veðri.

Eftirminnilegasta atvik í lífinu: �?að er margt sem stendur upp úr, eins og að fermast, klára grunnskólann, fá bílpróf, þegar systir mín eignaðist börnin sín og margt fleira.

Eftirminnilegast úr æsku: �?tli það sé ekki þegar ég fór til Mallorca þegar ég var 10 ára, annars er erfitt að velja bara eitt atvik.

Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: �?g er að þessu fyrir sjálfa mig, einnig lít ég á þetta sem tækifæri til að öðlast nýja og spennandi reynslu.

Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: �?g færi til ársins 1910-30 út af tískunni og 1960-70 út af tónlistinni.

Lífsmottó eða eftirlætis málsháttur: Vertu þú sjálfur.