Tveir fengu reyndar að gista fangageymslur lögreglu aðfaranótt sunnudags en þeir höfðu verið til vandræða við Týsheimilið, en þar var haldin árshátíð Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Sú skemmtun fór reyndar að mestu leyti ágætlega fram en þó bar á nokkurri ölvun á meðal gesta.

Sjö kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum og má m.a. nefna sekt fyrir að hafa ekki öryggisbeltið spennt í akstri, ólöglega lagning bifreiða og notkun farsíma án handfrjáls búnaðar.

Tvö umferðaróhöpp urðu í vikunni en þarna var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.