“Í raun og veru var þetta aldrei spurning. �?etta var jafnt fram í miðjan fyrri hálfleik en þá náðum við sex eða sjö marka forystu og eftir það var þetta í okkar höndum. Við spiluðum kannski ekkert neinn glimrandi handbolta en þó nógu góðan til að vinna sannfærandi og það skiptir mestu. Jói var líka að verja rosalega í markinu, var búinn að verja 20 skot, bara í fyrri hálfleik og svo kom Frikki inn á síðustu tíu mínúturnar og varði átta.”

Næstu tveir leikir eru Eyjamönnum mikilvægir en það eru útileikir gegn Gróttu og FH. Með sigri í leikjunum tveimur geta Eyjamenn tryggt sér sæti í úrvalsdeild að ári. Nánar er rætt við Sigurð í Fréttum.

Mörk ÍBV: Remigijus Cepulis 10, Sigurður Bragson 7 (var tekinn úr umferð allan tímann að sögn fyrirliðans og var því ekki markahæstur), Grétar Eyþórsson 5, Leifur Jóhannesson 3, Svavar Vignisson 3, Erlingur Richardsson 1, Daði Magnússon 1 og Grétar Stefánsson 1.
Varin skot: Jóhann Ingi Guðmundsson 30, Friðrik Sigmarsson 8.

�?ess má svo geta að karlaliðið kemst ekki heim í kvöld þar sem ekki er flugfært en Sigurður sagðist fórna sér með bros á vör fyrir félagið og það sama ætti um aðra leikmenn ÍBV liðsins. Að sama skapi má gera ráð fyrir því að Valsstúlkur sitji veðurtepptar í Eyjum þessa stundina.