ÍBV skoraði ekki nema eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks á meðan gestirnir keyrðu upp hraðann og lögðu þannig grunninn að sigrinum.

Elísa Sigurðardóttir lék í fyrsta sinn með ÍBV í vetur en Elísa lék stóran hluta leiksins án þess þó að skora enda koma meiðsli í öxl í veg fyrir að hún geti skotið almennilega að marki. Markvörður ÍBV, Ekatarina Djukeva átti hins vegar stórleik í markinu, varði alls 19 skot auk þess sem línumaðurinn Pavla Nevarilova var Valsstúlkur erfið.

Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 8/5, Pavla Nevarilova 6, Renata Horvath 3, Elísa Viðarsdóttir 2, Hekla Hannesdóttir 1.
Varin skot: Ekatarina Djukeva 19.