Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ákváðu með sínum samstarfsflokki í meirihlutastjórn að sækja um mótshaldið á seinni hluta síðasta árs. �?etta er í anda þess sem við höfðum boðað í okkar kosningabaráttu þar sem íþróttamál og uppbygging íþróttamannvirkja skipaði stóran sess.

Byggja þarf upp íþrótta- og
útivistarsvæðið við Engjaveg.
Eitt af því sem við höfðum lagt grunnin að var að byggja fjölnota íþróttahús við Engjavegsvöll sem og heildaruppbygging og skipulagning svæðisins. Sú vinna var vel á veg komin og þegar búið að teikna húsið og koma á frumhugmyndum að uppbyggingunni. Vonandi verður þeirri vinnu haldið áfram.

Tímabær stuðningur við frjálsíþróttafólk.
Nú er loksins komið að því að þeir sem stunda frjálsar íþróttir fái fyrsta flokks aðstöðu til að iðka sína íþrótt og nú ríður á að bæjarstjórn vinni vel og skynsamlega í samvinnu við þá sem starfa við íþróttabransann til að sem best lukkist til í allri uppbyggingu til framtíðar. Bíðum ekki með uppbygginguna fram á síðustu stundu; Hefjumst nú þegar handa!

Elfa D. �?órðardóttir.
Bæjarfulltrúi D-listans.