Nýverið var þremur tveggja manna herbergum á dvalarheimilinu breytt í eins manns herbergi. Á móti hefur þurft að fækka vistmönnum úr sautján niður í fjórtán. Inga Lára Baldvinsdóttir, stjórnarmaður í Félagi áhugamanna um dvalarheimili, sem rekur Sólvelli, segir að viðbyggingin muni bæta aðstöðu þeirra sem búa á heimilinu. Ennfremur verða þeir sem búa í dag í hvað minnstum einkaherbergjum fluttir yfir í nýbygginguna.