Ásamt �?mari voru kosin í stjórn Svavar �?lafsson á Hvolsvelli sem varaformaður, Eiður Kristinsson Hrólfstaðahelli, Eyrún Jónasdóttir Kálfholti og Erlendur Árnason Skíðbakka.

Nokkur barátta var um formannsstólinn þar sem Svavar og �?mar kepptu og hafði �?mar sem fyrr segir betur með 59 atkvæðum gegn 32.

Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu, sem er formaður bygginganefndar Geysis, sagði í samtali við Sunnlenska að stefnt sé að því að reiðhöll rísi fyrir næstu áramót og verði að minnsta kosti tilbúin á Landsmóti 2008. �?Já, það var gott að fá gott bakland á þessum 100 manna fundi,�? sagði Kristinn. Hann segir gert er ráð fyrir að byggingin verði 25 x 79 metrar, eða nær 2 þúsund fermetrar að stærð. Komnar séu verðhugmyndir frá tveimur aðilum. Leitað verði víðar en gera megi ráð fyrir að kostnaður verði á bilinu 80 til 100 milljónir króna. Byrjað verði á að útbúa keppnisvöll og áhorfendasvæði