“Til þess að hægt verði að byggja á hluta svæðisins þarf að hækka landið verulega upp. �?víst er hvort það svari kostnaði en það verður kannað nánar,” segir �?orvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar.

Fram kemur í frumniðurstöðunni, sem unnin var af Hönnun ehf., að það megi ekki byggja á um hundrað metra belti meðfram þjóðveginum því það sé svokallað vatnslosunarsvæði.

Niðurstöðurnar voru kynntar í vikunni á stjórnarfundi framkvæmda- og veitustjórnar en von er á lokaskýrslu um málið í apríl. �?egar endanleg niðurstaða liggur fyrir mun bæjarstjórn Árborgar taka afstöðu til þess hvort aðalskipulagi Árborgar verði breytt á þessu svæði, segir �?orvaldur.